Ástandið

Æskan er að fara í vaskinn. Þúsundir uppdópaðra amfetamínbarna stara á skjáinn í leit að lífsfyllingu meðan foreldrarnir vinna fyrir nýrri álmu á húsið. Gegnum skerminn kemst æskan að þeirri niðurstöðu að Sálin hans Jóns míns sé góð hljómsveit og að vert sé að eyða fjármunum í þá manneskju sem best getur hermt eftir henni. Til að skera úr um það fljóta tugir þúsunda smáskeyta eftir öldum örbylgjanna gegnum nýbeislaða tækni heilaskaddandi farsíma. Fannst ykkur það slæmt á stríðsárunum? Það var ekkert í samanburði við hið nýja ástand.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *