Portkonur og kröfuspjöld

Eitt sinn villtumst við bróðir minn á hóruhús í Verona fyrir algjöra tilviljun. Við komumst svo að því, þegar við fórum að segja fólki söguna, að enginn trúði því að við hefðum villst þangað.

Ég hef verið með Internationalinn á heilanum alveg síðan Skúli raulaði hann fyrr í dag. Þá varð mér skyndilega hugsað til kröfuspjalds sem ég sá eitt sinn á fyrsta maí. Á því stóð: Færri kröfuspjöld.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *