Vandræði í Valhöll

Eftir skóla hélt ég upp í Valhöll til að láta skrá mig úr Sjálfstæðisflokknum, eftir að Bolli Thoroddsen hafði skráð mig í hann að mér óforspurðum. Þegar íhaldið fletti mér upp í gagnagrunni sínum fannst ég ekki. Kom þá í ljós að Bolli hafði skráð mig fyrir kosningaskandalinn mikla, þegar hann neyddist til að draga framboð sitt til baka. Eftirleiðis var öllum nýskráningum eytt. Hinsvegar er ég ennþá á sms-lista Heimdallar, en mér var lofað, að það yrði ekki lengi.

Hvernig datt Bolla það annars í hug, að hann gæti grætt á atkvæði mínu, ef ég vissi ekki einu sinni að ég hefði atkvæðisrétt? Nema hann hafi sjálfur skilað inn atkvæði með mínu nafni. Það er alltaf möguleiki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *