Guðbrandsbiflía Þorlákssonar

Biblia, Þad Er Øll Heilög Ritning, vtlögd a Norrænu. Med Formalum Doct. Martini Lutheri. Hólar, Jone Jons Syne. MDLXXXIIII
Já, í dag varð ég þess heiðurs aðnjótandi að handfjatla og lesa í fyrstu prentun Guðbrandsbiflíu, Anno 1584! Blaðsíðurnar voru vel farnar (líklegast sænskur pappír, að mér skilst), þó lítið eitt brunnar á neðra horni eftir brunann í Kaupinhafn (!), fagurdregnar myndirnar einhvers konar viðarristur, greyptar í síðurnar, og letrið gotneskt (þó einhver kennarinn hafi talið það karólínskt, en ég vildi nú meina annað). Málfræðin bar sumstaðar keim af erlendum beygingarreglum og setningaskipan var skemmtilega þýsk.
Þessi forláta 422 ára gamla bók er hvorki meira né minna en 4-5 milljóna króna virði. Ég fékk að snerta hana. Og lesa.
Jæa, næst á dagskrá: Að fá að glugga í Codex Regius. Þá get ég dáið með bros á vor.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *