Daily Archives: 10. febrúar, 2005

Sá mæti Herr Ludwig Van 0

Hvað gerist inni í höfðinu á mönnum sem semja jafn mikla snilld sem Tunglskinssónata Beethovens er? Hvað sem það er þá er það með ólíkindum. Samspil nótna er fullkomið. Fallegra lag er ekki til.

110805607016409852 0

Það er greinilega ástæða til að vera paranoid ef maður er sítengdur við netið. Tæpum klukkutíma eftir að ég virkjaði eldvegg á tölvunni (það tók tiltölulega stuttan tíma) lét tölvan mig vita að einhverjir tveir kónar væru að reyna gagnaflutning á tölvunni minni. Jahá! Þjónustuver Símans stóð sig með prýði. Mér voru ekki gefnar óljósar […]

110805120341045713 0

Jæa, ég hef talað við þjónustuver Símans og þeir ætla að redda mér. Ég vil sérstaklega þakka hinum geðþekka Páli Hilmarssyni fyrir að taka sér tíma til að benda mér á rót vandans. Paulus, te grato. Nú ætla ég að panta mér eldvegg!

110802770088858084 0

Á forsíðu Morgunblaðsins segir að íslendingar fái minni enskukennslu en ESB þjóðir og að Menntamálaráðuneytið stefni að fjölgun kennslustunda. Þetta sýnir að helstu hugðarefni Menntamálaráðherra er að skapa vandamál þar sem ekkert vandamál var fyrir. Það þarf ekki meiri enskukennslu, þar eð mörg börn í dag eru farin að tala takmarkaða ensku upp úr átta […]