110802770088858084

Á forsíðu Morgunblaðsins segir að íslendingar fái minni enskukennslu en ESB þjóðir og að Menntamálaráðuneytið stefni að fjölgun kennslustunda. Þetta sýnir að helstu hugðarefni Menntamálaráðherra er að skapa vandamál þar sem ekkert vandamál var fyrir. Það þarf ekki meiri enskukennslu, þar eð mörg börn í dag eru farin að tala takmarkaða ensku upp úr átta ára aldri auk þess að Ísland stendur flestum Evrópuþjóðum framar í tungumálakunnáttu, þá sérstaklega ensku, og það er algjör óþarfi að herma eftir þessum evrópsku glæpasamtökum í einu og öllu.
Menntamálaráðherra hefur augljóslega ekkert að gera. Þess vegna vill hún stytta námstíma til stúdentsprófs (hvers vegna telur hún þörf á því? Þá fækkar kennslustundum í ensku!) og koma á samræmdum prófum í barna- og menntaskólum. Hvað næst, samræmd háskólapróf? Nei, ég fékk betri hugmynd. Hvað ef Menntamálaráðueytið hætti að stalkera og rústa skólakerfið!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *