110805607016409852

Það er greinilega ástæða til að vera paranoid ef maður er sítengdur við netið. Tæpum klukkutíma eftir að ég virkjaði eldvegg á tölvunni (það tók tiltölulega stuttan tíma) lét tölvan mig vita að einhverjir tveir kónar væru að reyna gagnaflutning á tölvunni minni. Jahá!

Þjónustuver Símans stóð sig með prýði. Mér voru ekki gefnar óljósar upplýsingar um hvað ég ætti að gera, heldur redduðu þeir málunum fyrir mig. Alveg hreint prýðileg þjónusta.

Ég er ánægður með ævisögu Arnasar Magnæi. Því miður hef ég ekki tíma til að lesa nema brot úr henni. Ég þyrfti helst að kaupa hana, svo ég geti alltaf gripið til hennar þegar ég vil lesa í henni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *