Fláráðar !

Mér hefur alltaf fundist það kostur þegar menn geta sagt eitthvað sem ekki er bull. Dæmi um það eru miður fá. Á Vantrúarvefnum segist Sigurður Hólm Gunnarsson alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að menn eigi að leita sannleikans, en varast að finna hann. Væri heimurinn ekki betri ef menn vöruðust að hagnýta fíflalegar Einsteintilvitnanir í eigin þágu til að virðast gáfaðri en þeir raunverulega eru? Hvernig dettur fólki eiginlega í hug að segja svona vitleysu?

Í Limbo

Ég hef ekki verið með sjálfum mér síðustu tvo mánuði. Ég hef verið þreyttur, önugur, pirraður, leiðinlegur og áhugalaus og allt í kringum mig virðist orðið staðlað og leiðinlegt. Engin breyting hefur orðið þar á. Ég veit ekki hvað ég á af mér að gera.
Þessa líðan tel ég tilkomna vegna þess linnulausa fjölda slæmra tíðinda sem skella á mér eins og brim við sjávarhamra. Nú síðast í gær bárust mér hræðileg tíðindi. Dropinn holar svo sannarlega steininn. Einhver úrræði mun ég þó finna til að bæta upp í götin jafnóðum.
Aldrei gerðist það að ég hitti ekki Emil frænda með kvinnu og króga í Ikea í dag. Ég hitti orðið enga ættingja nema í Ikea og þá er lítill tími til snakks. Ég hitti annars Kela og Odd Sigurjónsson í gærkvöldi og tókst að hella niður bjór beggja í einni hreyfingu. Oddur heldur fast við sinn keip og ætlar sér að vinna á spítalanum í sumar. Það er sóun á góðum manni.
Kennitalan mín hefst á núll, einum og ellefu. Alltaf þegar ég þarf að hafa hana eftir er ég stoppaður á ellefu og beðinn um að endurtaka. Kann ég ekki að segja ellefu? Ætli ég þurfi að fara í sérstakar æfingabúðir til að læra það? Svei mér þá ef ég veit það.