Tilvitnun dagsins

Svo ég haldi áfram á sömu braut:

„Skömmu síðar andaðist Emolon, þreyttur á lífinu í Fjósakonunum. Og það nær saman, sem saman vill. Í næsta lífi fæðast þau Emolon og Memblóka norður í Mývatnssveit, þar sem fólkið er svo andlegt. Þau giftast og reisa bú. Nokkru síðar vill svo til, að Memblóka bjargar folaldi nábúa síns upp úr pytti og óð í fæturna. Fyrir það varð hún meistari. Memblóka og Emolon urðu nú að skilja. Hún hvarf í samfélag heilagra. En veslings Emolon hafði allt af haft þetta fyrir viðkvæði: „Við erum nú bara menn,“ og þess vegna gat hann aldrei bjargað folaldi nábúa síns upp úr pytti. Litlu eftir dauða Memblóku stal hann úr guðskistu í sveit sinni. Fyrir það þótti hann sjálfkjörinn ritstjóri Morgunblaðsins og var þar virðulegur og mikils metinn borgari til dauðadags.“
-Þórbergur Þórðarson í Bréfi til Láru.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *