Á æðra plani

Þórbergur Þórðarson er einhver sá almesti töffari sem um getur, þrátt fyrir þau vísindalegu sannindi að rauðhært fólk sé ekki töff. Er þetta aðeins eitt dæmi um hvernig póstmódernisminn storkar vísindalegri nauðhyggju.

Við Brynjar, Silja og Skúli höfum ákveðið að bjóða okkur fram í Listafélagið. Listi okkar (vinnuheiti: ArsLongaVitaBrevislistinn) stefnir að róttækum breytingum á öllu því sem stendur æðra menningarplani fyrir þrifum (hroki, já). Fyrst þarf þó að safna 25 undirskriftum á stuðningslista. Svo krefst fasistinn þess að ég greiði skólafélagsgjöldin. Já, menningarbyltingin(1) kemur ekki ókeypis.

Þorkell býður sig svo fram til Ármanns, þar með hafandi af mér ómakið.

__________________
(1): Pun intended.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *