Daily Archives: 21. febrúar, 2005

Hunter S. Thompson er dáinn! 0

Þetta las ég hér, síðan hér og síðan hér, en hann mun hafa svipt sig lífi í gær. Hvílík armæða! Að hugsa sér að hann hafi fyrst bundið enda á líf sitt svo gamall, eftir að hafa haft öll tækifæri til þess áður. Og að hugsa sér að íslenskum fjölmiðlum standi gjörsamlega á sama! Það […]

110899692794818318 0

Seint verður sagt að mitt helsta áhugamál sé að mæta svefnlaus í skólann klukkan átta til að hlusta á Margréti Haraldsdóttur fara með dylgjum um megindlega aðferðafræði. Mér tókst þó að troða inn góðu besserwissi um John Locke og Tabula rasa. Í stjórnmálafræði fengum við Stefán Pálsson til kynningar sínum góðu samtökum og varla annað […]

Ísland í bítið 0

Þegar klukkan varð sjö og vekjaraklukkan mín hringdi án þess að mér hefði komið dúr á auga sagði ég við sjálfan mig að ekki væri öll nótt úti enn og ýtti á snústakkann. Fimm mínútum seinna hringdi síminn aftur og ég gafst upp og tók að horfa á Ísland í bítið. Þar var talað um […]

110894545921222473 0

Það er greinilegt að Sálin þykir orðið svo léleg hljómsveit að Morgunblaðið tilkynnir það sérstaklega þegar ný lög eru væntanleg, svo fólk megi forðast að hafa kveikt á útvarpinu komandi vikur um kring. Mér finnst ég hafa farið halloka undan mannlegum samskiptum undanfarna daga. Vonandi að ég verði ekki að gjalti fyrir vikið.