Hunter S. Thompson er dáinn!

Þetta las ég hér, síðan hér og síðan hér, en hann mun hafa svipt sig lífi í gær. Hvílík armæða! Að hugsa sér að hann hafi fyrst bundið enda á líf sitt svo gamall, eftir að hafa haft öll tækifæri til þess áður. Og að hugsa sér að íslenskum fjölmiðlum standi gjörsamlega á sama! Það er greinilegt að merkasti fjölmiðlamaður allra tíma stendur íslenskum fjölmiðlum fjær en typpið á Russel Crowe.

Fyrir þau ykkar sem ekki til þekkja var Hunter S. Thompson blaðamaður sem einna þekktastur var fyrir óhóflega fíkniefnaneyslu og bækur sínar Fear and Loathing in Las Vegas (sem gerð var fræg kvikmynd eftir) og Hell’s Angels, auk greinasafnanna The Gonzo Papers.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *