Hvers vegna?

Ég fékk hræðilegar fréttir í vinnunni í dag (einu fréttirnar sem ég fæ eru hræðilegar, svo það er kannski óþarfi að taka það fram). Annar tveggja yfirmanna minna hefur verið rekin og kærð fyrir afbrot í starfi. Utanaðkomandi finnst sjálfsagt að þar hafi komið vel á vondan, en það er aldrei svo einfalt þegar maður þekkir viðkomandi. Það er hræðilegt til þess að vita að frábær manneskja hafi eyðilagt svo mikið fyrir sjálfri sér og fjölskyldu sinni. Og auðvitað hefur eitthvað verið að – fólk gerir ekki svona upp á flippið.

En ég er eiginlega orðlaus yfir öllu saman. Ég bara næ ekki utan um þetta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *