Serbinn er tyrki.

Bróðir minn bloggaði á dögunum um rifrildi sitt við tyrkja um misleitan mexíkóskan fána á næringarstofunni Mama’s Tacos. Í gær fékk hann athugasemd frá Margréti Elísu nokkurri, starfsmanni næringarstofunnar, þar sem hún segir að beljakinn sé serbi, en ekki tyrki. Þá er rétt að benda á að það er hefð í íslensku máli fyrir að kalla allt meðaldökkt fólk tyrkja. Þar með fellur röksemdafærslan um að hann sé serbi um fætur málfræðinnar. Hann er tyrki, Q.e.d.
VIÐBÓT
Þá er kannski rétt að minna á urban legendið um að tyrkir hafi verið réttdræpir á Íslandi allt fram til ársins 1995 þegar þeir kepptu hér á HM í handbolta. Ef satt er mun þetta hafa verið tilkomið vegna tyrkjaránsins, sem alsíringar frömdu. Með sömu röksemdafærslu og miðað við málvenjur hafa alsíringar, grikkir, serbar, albanir, sýrlendingar, gyðingar og arabar verið lagalegir vágestir til 1995. Öll rök hníga að því, þ.e. ef sagan er sönn.

Skóladagur

Já, ég massaði menningarsöguna, eins og von var að, þrátt fyrir að ég hafi ekki beinlínis haft hugann við efnið, er ég renndi hratt yfir glósurnar á fjórða tímanum í nótt.
Ég er aðeins bjartsýnni á framboðið eftir að ég sá áróðursspjöld mótherjanna. Samt bara aðeins.
Margrét Haraldsdóttir, félagsfræðikennari, hefur skipt um skoðun og BANNAÐ okkur Brynjari að framkvæma megindlega rannsókn sem á sér fá ef einhver fordæmi í sögu félagsvísindanna. Rökin eru víst þau, að hún vill bara eigindlegar rannsóknir. Það finnst mér ekki góður kennari, sem vill mismuna stefnum innan þeirrar vísindagreinar sem hann kennir, og er þar að auki mótfallinn brautryðjendastarfi nemenda sinna, þegar starfið felst fyrst og fremst í að vekja áhuga á greininni. Þetta er eins og ef Brynja Vals krefðist þess af nemendum sínum að þeir væru stóumenn fremur en epíkúristar, sem væri algjör helvítis skandall! En það gerir hún ekki. Enda er Brynja Valsdóttir góður kennari.