Serbinn er tyrki.

Bróðir minn bloggaði á dögunum um rifrildi sitt við tyrkja um misleitan mexíkóskan fána á næringarstofunni Mama’s Tacos. Í gær fékk hann athugasemd frá Margréti Elísu nokkurri, starfsmanni næringarstofunnar, þar sem hún segir að beljakinn sé serbi, en ekki tyrki. Þá er rétt að benda á að það er hefð í íslensku máli fyrir að kalla allt meðaldökkt fólk tyrkja. Þar með fellur röksemdafærslan um að hann sé serbi um fætur málfræðinnar. Hann er tyrki, Q.e.d.
VIÐBÓT
Þá er kannski rétt að minna á urban legendið um að tyrkir hafi verið réttdræpir á Íslandi allt fram til ársins 1995 þegar þeir kepptu hér á HM í handbolta. Ef satt er mun þetta hafa verið tilkomið vegna tyrkjaránsins, sem alsíringar frömdu. Með sömu röksemdafærslu og miðað við málvenjur hafa alsíringar, grikkir, serbar, albanir, sýrlendingar, gyðingar og arabar verið lagalegir vágestir til 1995. Öll rök hníga að því, þ.e. ef sagan er sönn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *