Er það ekki merkilegt að um fjórðungur þeirra unglinga sem læra um nasisma og viðurkenna að hann sé viðbjóðslegur skuli vera nasistar sjálfir? Ef barnið mitt léti frá sér jafn ógeðslegar fullyrðingar og að nýbúar væru verri en annað fólk myndi ég hiklaust gefa því kjaftshögg. Ef ég ætti uppkomið barn sem léti út úr […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 31. mars, 2005 – 23:52
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Hér ætla ég að birta helstu atriði rannsóknar okkar Brynjars ef einhver skyldi hafa áhuga. Tilgáta: Varúðarmerkingar á sælgætisumbúðum, séu þær áþekkar þeim sem finna má á sígarettupökkum, hafa minni áhrif á reykingamenn en þá sem reykja ekki. Aðferð: Við keyptum fjórar tegundir af sælgæti og tvennt af hverju. Á helminginn límdum við aðvörunarmiða áþekka […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 31. mars, 2005 – 23:26
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Klukkan er þrjú. Merkilegasti og mikilvægasti bloggari Íslands (st. MMBÍ) stendur við upplýsingaborð í IKEA. Hann er hugsi, því hann er ekki enn farinn í kaffi. Það er skrýtið. Skyndilega gellur við: Hey! MMBÍ (kemur niður úr skýjunum): Já? Kúnni: Hvað kostar þetta? MMBÍ: Það stendur á miðanum. Kúnni: Hvaða miða? MMBÍ: Þessum gula. Kúnni: […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 31. mars, 2005 – 19:43
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ritgerðin kláruð (uns ég fæ hana aftur í hausinn, útkrassaða). Hún er 39 blaðsíður. Tilvitnun dagsins: „Ertu að skrifa bókina? Nei, ætli ég bíði ekki eftir myndinni.“ -Úr Draumalandi Andra Snæs.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 31. mars, 2005 – 00:01
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Rannsóknarskýrslan er tilbúin, nema síðasti prófarkalestur leiði eitthvað í ljós. Æ, hvað það er nú gott að vera búinn. Það er sem þungu fargi sé af mér létt.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 30. mars, 2005 – 22:16
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Verðandi sálinn, hann bróðir minn, skrifar grein um attachment therapy á Vantrú, en það er aðeins ein af mörgum viðbjóðslegum kuklmeðferðum sem framkvæmdar eru í nafni sálfræðinnar. Ég mæli eindregið með því að þið lesið ykkur þetta til fróðleiks.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 30. mars, 2005 – 14:15
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Lesefnið mitt í dag er þessi bók eftir Ivan Petrovich Pavlov, þá helst kaflar XX og XXI. Skoðið myndskreytingarnar. Svona eiga fræðibækur að vera! Einu sinni tók ég þessa á Íþöku. Ég var ansi fljótur að týna þræðinum. Kannski ég reyni aftur? Það er svo gaman að lesa löngu úrkulnuð fræðirit. Pavlov er öðrum þræði […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 30. mars, 2005 – 13:54
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Í dag gerði ek mjer ferð upp á Bibliotheca Populi eius Maxima Veritatis, hvar hábornir stúdentar rýna í forn pergamenti, þyljandi upp vísdóm millum fróðleiksþyrstra vara sinna, mælandi eingöngu sín á milli á latínu eður fornháþýzku. Þar hnussa menn yfir verkamannalatínu auvirðulegra menntskælinga, svo ek varð að fara mjer hægt eða fyrirtýna lífinu ella. Slapp […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 30. mars, 2005 – 00:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Quantum materiae materietur marmota monax si marmota monax materiam possit materiari? Ætli einhver viti hvað þetta þýðir?
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. mars, 2005 – 23:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Rannsóknarniðurstöður liggja fyrir og við Brynjar erum ánægðir. Ég er raunar í skýjunum. Þá er eftir skýrslugerð með tilheyrandi Bókhlöðutúr. Það er alltaf gott að koma í Hlöðuna.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 28. mars, 2005 – 18:42
- Author:
- By Arngrímur Vídalín