Í kjölfarið

Í kjölfar síðustu færslu er kannski rétt að benda á að hið óformlega nýstofnaða Málfundarfjelag vinstrisinnaðra ungskálda heldur úti málgagninu FORVM POETICVM, sem allir áhugasamir eru hérmeð hvattir til að kynna sér. Hugmyndina að vefsíðunni fékk ég frá hinni ágætu síðu Ars longa vita brevis, en allir þeir andans póesíumenn eru fyrrverandi bekkjarfélagar mínir úr Menntaskólanum í Reykjavík. Hugmyndin um málfundarfélagið hefur hins vegar ágerst í höfði mér síðastliðið eitt og hálfa árið.
Þá tilkynnist það að þeir meðlimir sem eiga eftir að skila inn mynd af sér fyrir málgagn vort eru vinsamlegast beðnir að drolla ekki mikið lengur, en það eru þeir Emil Hjörvar Petersen og Halldór Marteinsson, skömmirnar á þeim.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *