Daily Archives: 8. mars, 2005

Matlock 0

Ég er með upphafsstef Matlock-þáttanna á heilanum. Ekki veit ég hverju því mun gegna, ekki hafandi séð stakan Matlock-þátt í áraraðir.

Yfirlýsing 0

Það er kannski rétt að ég útlisti mitt álit á sumarbústaðaferð bekkjarins síðustu helgi. Er ég lít aftur til ferðar okkar verður mér hugsað til ferðar Þórbergs Þórðarsonar, Stefáns frá Hvítadal og Páls Borgfjörð í Vaglaskóg. Þá vitið þið það.

Mér er um og ó 0

Ég er ekki fyrr sestur við að lesa leiðinlega bók um stjórnmálafræði fyrir próf á morgun þegar krakkinn á efri hæðinni ákveður að spila á sinn trompet. Mikið er heimsins óréttlæti. Og ekki fæ ég séð að krakkanum hafi farið neitt fram sl. þrjú ár. Verst er þó lagavalið. En þeir kenna víst hvorki Mozart […]

Mikil sannindi 0

„Allar sveiflur út frá jafnvægismarkinu verða þreytandi, er þær hafa átt sér nógu langan aldur. Allar tilbreytingar heimta meiri tilbreytingar, unz þær hætta að verða tilbreytingar. Þá tekur við lífsleiðinn. En lífsleiðinn getur af sér löngun eftir lausn. Og lausnin er móðir hamingjunnar. Það er aðeins þetta eitt, sem aldrei þreytir, aldrei þráir tilbreytingu, aldrei […]