Mikil sannindi

„Allar sveiflur út frá jafnvægismarkinu verða þreytandi, er þær hafa átt sér nógu langan aldur. Allar tilbreytingar heimta meiri tilbreytingar, unz þær hætta að verða tilbreytingar. Þá tekur við lífsleiðinn. En lífsleiðinn getur af sér löngun eftir lausn. Og lausnin er móðir hamingjunnar.
Það er aðeins þetta eitt, sem aldrei þreytir, aldrei þráir tilbreytingu, aldrei skortir tilbreytingu. Hvað er það?
Það er hið jákvæða jafnvægi hugans, sem hefur hreyfivakann í sjálfu sér, ekki í hlutunum fyrir utan sig.“

– Þórbergur Þórðarson, Íslenzkur aðall, bls. 129 (Önnur prentun fimmtu útgáfu; Mál og menning, Reykjavík 1984).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *