Af gigt og lýrík

Það er nú meira leiðindaveðrið úti. Utinam að það skáni fyrir helgi.
Annars finn ég nú í fyrsta sinn fyrir hrörnun míns aldrandi unglingslíkama, en þegar á unga aldri þjáist ég af liðagigt og hugsanlega kviðsliti. Af þessum völdum hef ég dregist um, haltrandi í allan dag. Brátt mun ég ganga stoltur við staf, svo ég geti borið aldurinn með þeirri reisn, sem honum er tilskyld. Svo fylgir aldrinum mikill þroski. Ekki ber að neita því. Mun ég því með komandi tíð og tíma æ oftar tala um hægðir, ornandi mér við arineld, drekkandi koníak við kertaljós, gluggandi mér til dundurs í Bændablaðinu og Hagnýtum hannyrðum.

Hjördís ármaður hefur beðið MVU um að halda póesíukvöld uppi í skóla, þar sem vér munum lesa upp úr vorri guðs náðar lýrík. Hvað segja ungliðar um það?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *