Draumfarir

Í nótt dreymdi ég að ég væri í Sundhöll Reykjavíkur, en hún leit allt öðruvísi út og var mun framtíðarlegri. Þar hitti ég Immu hagfræðikennara og plataði hún mig til að taka þátt í erfiðri köfunarkeppni, en um leið og við komum upp úr kafi, áttum við að skilgreina muninn á þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu. Ég vann keppnina með mjóum mun.
Stundum vildi ég að mig dreymdi ögn eðlilegri drauma.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *