Lestur fræðirita

Lesefnið mitt í dag er þessi bók eftir Ivan Petrovich Pavlov, þá helst kaflar XX og XXI. Skoðið myndskreytingarnar. Svona eiga fræðibækur að vera! Einu sinni tók ég þessa á Íþöku. Ég var ansi fljótur að týna þræðinum. Kannski ég reyni aftur? Það er svo gaman að lesa löngu úrkulnuð fræðirit. Pavlov er öðrum þræði alltaf sígildur, þó tilvísanir í brottnám ýmissa hluta heilabarkarins séu tíðari í verkum hans en gereyðingarbón Cato eldri.

Um leið og tími gefst hyggst ég svo lesa þessa, á frummálinu, með glósum fyrir hvert orð sem ég skil ekki. Þetta er verulega góð hugmynd sem mætti nýta frekar fyrir fleiri bækur. Ekki ætla ég þó að vera frumkvöðull að fleiri þýðingum, úff!

Menn fljúgast á á rússneska þinginu. Það finnst mér fyndið. Svo telja þjóðverjar að Zarqawi hyggi á gereyðingu Evrópu. Það er augljóst að geðsýki og firrtir ofsóknarbrjálæðingar ráða víðar en hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *