Daily Archives: 2. apríl, 2005

Orðatiltæki og Fréttablaðið 0

Það hvarflar skyndilega að mér að íslensk orðatiltæki ættu að vera háð séríslenskum aðstæðum. Það er t.d. ekki mikið afrek að vinna myrkranna á milli á veturna, þegar ekkert sést til sólar. Þá ætti frekar að tala um að vinna dægranna á milli. Fyrst aprílgabb Fréttablaðsins í gær var inni í blaðinu (Bobby Fischer býður […]

Morgenstimmung 0

Sturta, rakstur, bakarísferð og morgunmatur; ristað þriggjakornabrauð með smjöri og osti, Celestial Seasonings-te með mintubragði og pípa eftir á; hægindastóll og ljóðasafn Fjallaskáldsins. Lúxus.

Af kombói andans: Pípureykingum og tedrykkju 0

Þegar ég vaknaði klukkan sex í morgun (nú er rétti tíminn fyrir lesendur að taka andköf) fékk ég mér pípu. Hálftíma seinna þráði ég sígarettu, undarlegt nokk, reykti eina og fékk nikótínsjokk dauðans. Ég geri mér nú grein fyrir því að ef ég vil taka upp pípureykingar alfarið í stað sígarettunnar neyðist ég fyrst til […]