Af kombói andans: Pípureykingum og tedrykkju

Þegar ég vaknaði klukkan sex í morgun (nú er rétti tíminn fyrir lesendur að taka andköf) fékk ég mér pípu. Hálftíma seinna þráði ég sígarettu, undarlegt nokk, reykti eina og fékk nikótínsjokk dauðans. Ég geri mér nú grein fyrir því að ef ég vil taka upp pípureykingar alfarið í stað sígarettunnar neyðist ég fyrst til að ganga í gegnum það erfiða ferli að hætta að reykja. Vellíðanin eftir á er nefnilega svo frábrugðin, að þó ég reyki pípu svala ég ekki löngun minni í sígarettur.

Annað, sem skilgreina mætti sem vandamál, er að mig langar í te en mig langar ekkert sérstaklega til að drekka það. Kannski þrái ég bara konseptið „te“.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *