Dæmi hver fyrir sig

Stöku læknir kemur fram og segir að mjólk sé holl og sporni gegn beinþynningu. Landlæknir og líffræðingar segja það kjaftæði.

Stöku læknir kemur fram og segir að amfetamín sé gott fyrir „ofvirk“ börn. Sálfræðingar og flestir geðlæknar segja það bæði siðlaust og kjaftæði.

Ég veit hverjum ég treysti, en það sama á ekki við um alla. Sannleikurinn er þannig gerður að aðeins eitt getur verið rétt, svo það er augljóst að einhver leikur tveimur skjöldum. Hvers vegna má ekki koma heiðarlega fram? Hvernig er hægt að deila um að amfetamín er og verður vont og að í flestum tilvikum „ofvirkni“ liggur sökin hjá foreldrunum? Vissulega er ofvirkni til en það er á engan hátt hægt að rökstyðja gríðarlega fjölgun ofvirkra öðruvísi en að læknar útbýtti rítalíni eins og nammi og víkki skilgreininguna vísvitandi. Eru þeir á prósentum, helvítin?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *