Við Brynjar fórum í dag og létum binda inn skýrsluna okkar, Um forvarnargildi aðvörunarmiða á neysluvörum: Rannsókn á klassískri skilyrðingu. Hún hefur verið valin til að prýða heimasíðu skólans sem kynningarefni fyrir hugsanlega nýnema. Einnig hefur okkur hlotnast sá heiður að eintak af skýrslunni verður skráð í Gegni og geymt á bókasafni skólans. Þess vegna fannst okkur um að gera að hafa hana svolítið fína.
Ég held við höfum ærna ástæðu til að vera ánægðir með okkar hlut. Og það erum við.