Ef það vafðist fyrir einhverjum …

Það er æðislegt að fá pakka sendan heim til sín, vitandi að það er bók í honum. Verra er með að opna pakkann, því hann er svo afspyrnu fallegur að helst vildi ég komast hjá því að opna hann, a.m.k. í bráð. Það er jú ekki á hverjum degi sem ég fæ svona fínar bækur í póstinum (þetta ku vera alþýðurit frá miðri 19. öld, en ekki man ég titil þess). Kannski ég ætti að bíða örlítið með að opna hann. Bara örlítið. Já, svona er ég nú klikkaður.

Lof sé ömmu minni fyrir gjafmildi sína og hjálpsemi við að viðhalda sérviskum mínum (lesist bókaperri).

Jæa, nú opna ég hann. Vonandi að hún sé í heilu lagi …

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *