Daily Archives: 15. apríl, 2005

Furðuleg villa í Furðulegu háttalagi 0

Ég hef rekist á nokkra galla í Furðulegu háttalagi hunds um nótt, hver um sig afsakanlegur, en einn er áberandi verstur. Svo virðist vera að sögumaður bókarinnar átti sig ekki almennilega á því hvað hann er gamall, sem væri gjörsamlega fáránlegt, svo sökin liggur annaðhvort hjá þýðanda eða rithöfundi, sem er þó eiginlega ennþá fáránlegra. […]

Hryllingsútgáfa af Gosa 0

Hugsið ykkur þetta: Mynd um Gosa, Drew Carey leikur Gepetto og hann syngur um að hann langi í börn (versta martröð okkar allra?). Nei, þetta er ekki grín. Þetta er í sjónvarpinu núna.

Hrísateigur 6 0

Ofarlega á Hrísateignum, við horn hans og Hraunteigs, stóð hús í stórum trjágirtum garði. Grindverkið kringum lóðina var gamalt og fúið og það var húsið raunar augljóslega líka, þótt lítið sæist í það gegnum trjáþykknið. Það sem af garðinum sást var í niðurníðslu. Fyrir fjórum árum, meðan ég var blaðburðardrengur, þurfti ég að fara með […]