Kvikmyndir og höfuðföt

Ég var að koma af Shi mian mai fu á kvikmyndahátíð. Mjög góð mynd, betri en Hero, en slær þó Crouching Tiger ekki við. Þá hef ég séð tvær myndir á hátíðinni, hin verandi Der Untergang, sem var alveg frábær. Ég er að hugsa um að skella mér á nokkrar í viðbót áður en hátíð er úti.

Ég er búinn að panta hattinn góða. Þá er að vona að höfuðmælingin sé rétt og að hatturinn skili sér tímanlega. Lesendum til gagns og gamans skal getið að höfuð mitt er 57 cm. í ummál. Því nota ég hattastærð 7 1/8. Jahá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *