Ég er örendur á líkama og sál. Hvaðan kemur þessi þreyta?
Mig langar til að skrifa, en ég hef ekkert að segja, svo ég dæli bara í ykkur Lao Tse-legu spakmæli:
Allir óska sér þess einhvern tíma að líf þeirra taki gjörbreytingum og að allt verði eins og best væri á kosið. Þeir sömu missa af hamingjunni, því hún felst ekki í því að hafa, heldur að öðlast. Sá sem hefur allt hefur ekkert til að eignast. Fullkomnun útilokar framfarir. Menn eiga að setja sér há takmörk svo þeir hafi einhver, en standi ekki uppi hafandi sigrast á þeim öllum. Þar er hryggðin fólgin.
Af því má sjá að í draumnum felst raunveruleg sæla, en í veruleikanum óveruleg martröð.
Segið svo að þessi síða standi ekki undir nafni.