Við Skúli litum við á doktorsvörn Sverris áðan. Nú vitum við hvernig slíkt battarí gengur fyrir sig. Slík vitneskja getur komið metnaðarfullum námsmönnum að góðu haldi í framtíðinni. Alveg væri ég annars til í að upplifa doktorsvörn þar sem andmælt er ex-auditorio. Það væri töff. Annars voru minni átök en ég bjóst við. Ég sá fyrir mér miklar fræðilegar deilur sem jafnvel ristu djúpt. Enda sagnfræðingar lítið þekktir fyrir annað.
Nokkra sá ég á vörninni sem ég kannaðist við. Auk Ármanns og Katrínar, að sjálfsögðu, sá ég Sigurð „sögu“ Ragnarsson fyrrum MS-rektor, Clarence Glad, Svan Gettu-betur kempu, sem ég raunar þekki ekki neitt, Véstein og Óla Gneista vantrúarmann. Einnig sá ég mann ískyggilega líkan Jóhanni Grétari Kröyer Gizurarsyni, en ég þorði ekki að spyrja.
Að þessu loknu kíktum við Skúli á Prikið, hvar við ræddum tilgang lífsins og heimsins málefni.