Ég skal nú segja ykkur það. Mér var boðin vinna í húsgagnadeild Ikea alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga, með frí frá mánudegi til fimmtudags, á sömu launum og ég hefði haft á afgreiðslukassa alla virka daga. Og í lok sumars myndi ég taka að mér helgarvinnu með skóla í húsgagnadeild á hærri launum. Hvað haldið þið að ég hafi sagt við því boði?