Maður 1: I’ve killed you once, and I’ll kill you again.
Maður 2: You can’t kill me. I’ve been rejected by death.
Sá sem getur sagt mér úr hvað kvikmynd þetta er (án þess að nota leitarvél) hlýtur æðstu verðlaun Bloggsins um veginn: Heiðurstitilinn Mahakeshyapa af Blogginu um veginn, sem er markgreifanafnbótarígildi.
Eflaust verða margir um hituna, en fáir munu vita svarið. Raunar verð ég steini lostinn ef einhver lumar á svarinu. Jafnvel svo að ég neiti að trúa viðkomandi. Nei nei. Ég trúi ykkur, lömbin mín.