Orðatiltæki o.fl.

Skyldu lesendur mínir hafa jafn gaman að mjólkurfernuáletrunum og ég? Þessar um skrattann finnast mér skemmtilegastar:

Að koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum,
að mála skrattann á vegginn,
eins og skrattinn sé á hælunum á e-um,
hver hefur sinn djöful að draga.

Aðrar skemmtilegar eru:

Eins dauði er annars brauð,
oft kemur illur þá um er rætt,
sérhvert sæði ber ávöxt sinn líkan,
að hlaupa af sér hornin,
að hafa allt á hornum sér,
og að koma e-um í bobba.

Hattaverslunin amríska segir mér að hatturinn sé á leiðinni, það sé bara ekki hægt að gera grein fyrir millilandasendingum. Ég vissi það svosem alveg, enda hafði ég ekki áhyggjur af því. Ég hafði áhyggjur því eftirlitsvélin þeirra ágæta sagði mér að hatturinn væri ekki lagður af stað, jafnvel þó svo hann ætti að vera það.

Þessi leitarvél er fyndin.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *