Hálfvitar

Menn þvaðra vitleysu út um annað munnvikið á sama máta og áður; fasti sem einkennir hið íslenska borgarlíf. Ætli menn fari enn einu sinni að röfla um muninn á Hochschule og Universität?

Ein góð regla: Þú mátt vera ánægður með þitt án þess að skjóta á náungann. Eru menn ekki miklu betri í þeirri vissu að þeir hafi allt en andstæðingurinn ekki neitt? Og þurfa menn sem trúa því virkilega endilega alltaf að flagga þeirri trú sinni?

Þetta er barnaskapur og ekkert annað. Að hugsa sér að stjórnendur æðstu menntastofnana landsins öskri hvert á annað að pabbi sinn sé sterkari en hins. Næst fáum við atvinnurekendur sem segja stelpur klóra, og þess vegna ráði þeir karlmenn frekar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *