Lesendabréf

Ég var að lesa dagbók þína á Netinu. Ég kannast ekki við að hafa verið ókurteis við neinn í IKEA. Ég er auðvitað stundum að flýta mér, eins og allir eru, en ég hef engan áhuga á því að vera dónalegur við einn eða neinn. Ef ég hef verið það, þá hefur það verið óviljandi.
HHG

Nei, það er rétt hjá þér. Þú varst ekkert ókurteisari en meðalmaðurinn og átti ég þá við að Sigurður Kári hefði verið sérstaklega kurteis.
En ég biðst velvirðingar á óvæginni athugasemd sem ekki átti rétt á sér og sé til þess að hún verður leiðrétt. Bestu þakkir fyrir athugasemdina.

með kærri kveðju,
Arngrímur Vídalín

Umrædd athugasemd finnst ekki lengur á þessari síðu þótt hún sjáist kannski ennþá í leitarvélum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *