Nú hef ég séð allt.
Ég sofnaði strax eftir að hafa bloggað í gær og var ég þá nýkominn úr vinnunni. Svo dreymdi mig að ég væri í vinnunni. Svo vaknaði ég klukkan sjö. Þá voru fimm tímar í að ég átti að mæta í vinnuna. Það minnir mig á setningu úr myndinni Waking Life:
„Did you ever have a job that you hated and worked real hard at? A long, hard day of work. Finally you get to go home, get in bed, close your eyes and immediately you wake up and realize… that the whole day at work had been a dream. It’s bad enough that you sell your waking life for minimum wage, but now they get your dreams for free“.