Nú kjósa frakkar um stjórnarskrá ‘Sambandsins (takið eftir hvað þessi ritháttur samræmist betur virðingu hinna yngri og vandlátari kjósenda). Það sem helst vekur athygli við fréttina, fyrir utan það að Chirac kemur fram við kjósendur eins og börn, að því er virðist, er það sem stendur undir myndinni: „Þrjár kjörvélar sem prófaðar verða í atkvæðagreiðslunni í dag. Atkvæði sem greidd verða í vélunum verða þó ekki talin“.
Þá er gjörsamlega fáránlegt að nota þær. Ætli yfirlýstum andstæðingum ESB verði ekki vísað á vélarnar meðan hinir krota á seðla.