Lífsgátan

Þorgrímur Þráinsson bullar í Blaðinu (sem er nota bene ömurlegt blað) í dag. Þar segir hann að grísku goðin hafi falið leyndardóm lífsins í hjartanu, eftir að hafa skeggrætt um að fela hann uppi á hæsta fjallinu eða í dýpsta djúpálnum. Þetta hef ég aldrei heyrt áður. Þó er ég þónokkuð kunnugur hvers konar goðafræði, eftir að hafa stúderað þau jafnt í framhaldsskóla öll mín ár þar (fimm) sem og utan hans. Gæti verið að hann eigi við einhverja grein búddisma, þar sem allur pistill hans virðist taka mið af honum? Ekki er sagan grísk, svo mikið er víst.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *