Tvenns konar mælskulist

Það er blóðugt að horfa upp á Steingrím J. hakka í sig aðstoðarmann forsætisráðherra aðeins degi eftir að Ólafur Teitur brytjaði Sigurjón M. Egils í spað í Íslandinu. Munurinn er að hjá Steingrími J. var málflutningurinn pjúra röksemdarfærsla, byggð á staðreyndum. Hjá Ólafi Teiti var það öðru fremur yfirvegun og tækni, meðan fréttastjórinn barmaði sér eins og gylta að berjast í hakkavélinni. Menn sem geta rökrætt þannig þurfa ekki sannleikann. Hann kemur málinu ekkert við.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *