Ég er hneykslaður (já, ég sagði hneykslaður!). HNEYKSLAÐUR! Er ég hneykslaður? You bet. Af hverju er ég svona hneykslaður? Vegna þess að enginn hefur einu sinni þorað að giska á skáldið sem orti síðustu ljóð dagsins, sem er skandall! Nei, nei, það er enginn skandall. Og ég er ekkert hneykslaður.
En í þetta skiptið skulu lesendur í það minnsta giska á hvert skáldið er. Þetta er raunar svo auðvelt hjá mér núna, að ég geri ráð fyrir því að það flæði yfir barmafullar athugasemdirnar, valdandi kerfishruni af áður óþekktri stærðargráðu. Já, það er rétt. Ég á við endalok vestrænna lifnaðarhátta og sjálfrar siðmenningarinnar (sami hlutur, segja sumir) eins og hún leggur sig. En jæa, það þýðir víst lítið að sýta ráðin örlög, svo ég birti bara ljóð dagsins:
Heimþrá
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
Frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers.
Yfir heim eða himin
hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð
öll þín framtíðarlönd.
Fjærst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skín.
Það er óskaland íslenzkt,
sem að yfir þú býr,
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr.
Frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers.
En í þetta skiptið skulu lesendur í það minnsta giska á hvert skáldið er. Þetta er raunar svo auðvelt hjá mér núna, að ég geri ráð fyrir því að það flæði yfir barmafullar athugasemdirnar, valdandi kerfishruni af áður óþekktri stærðargráðu. Já, það er rétt. Ég á við endalok vestrænna lifnaðarhátta og sjálfrar siðmenningarinnar (sami hlutur, segja sumir) eins og hún leggur sig. En jæa, það þýðir víst lítið að sýta ráðin örlög, svo ég birti bara ljóð dagsins:
Heimþrá
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
Frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers.
Yfir heim eða himin
hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð
öll þín framtíðarlönd.
Fjærst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skín.
Það er óskaland íslenzkt,
sem að yfir þú býr,
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr.
Frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers.