Hættið þessari vitleysu

Í dag sagði vinnufélagi minn að kvak anda bergmálaði ekki. Honum varð fátt um svör þegar ég sagði honum að það væri bara urban legend. Eftirfarandi stendur á vísindavefnum:

„Hljóð er bylgjur sem við heyrum þegar þær skella á hljóðhimnunni. Bergmál eru hljóðbylgjur sem við heyrum eftir að þær skella á einhverju sem endurkastar þeim til okkar. Hljóðbylgjur andakvaks gegnir sömu lögmálum og aðrar hljóðbylgjur og þess vegna getur það bergmálað eins og önnur hljóð.

Í svarinu er hins vegar bent á það að ástæðan fyrir þeirri trú að andakvak bergmáli ekki sé ef til vill sú að sjaldan séu réttar aðstæður til þess:

Til þess að við heyrum bergmál úti í náttúrunni þarf ákveðin skilyrði eins og til dæmis klettavegg í hæfilegri fjarlægð. Endur eru hins vegar oftast á vatni eða í grennd við það á flatlendi. Þess vegna má vel vera að við heyrum í reynd sjaldan bergmál af andakvaki“.

Svart á hvítu. Inn jor feis. Hættið svo að halda fram þvílíkri vitleysu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *