Rómverjar og Ítalir

Lýsing Haraldar á Ítölum er talsvert ólík minni eigin reynslu af sömu þjóð. Það hlýtur að vera óheppilegt að alhæfa útfrá íbúum leiðinlegustu borgar m.t.t. túrisma í allri suður-Evrópu, því sjálfur þekki ég Ítala eingöngu af kurteisi, skyldurækni og góðmennsku. Meira að segja leigubílstjórarnir eru frábærir. Og sá ítalski matur sem ég þekki er æðislegur.

Um umferðina er hins vegar ekki annað hægt en að vera sammála. En aðrar þjóðir sama heimshluta eru síður en svo undanskildir sama hátterni, þá sérstaklega ekki helvítis Frakkarnir.

En eftir liggur að Róm er Róm og ekki Ítalía. Róm er Ítalía in extremus; þar safnast skíturinn saman, sbr. allir vegir liggja til Rómaborgar-frasinn. Samanburðurinn er álíka góður og milli Mexíkóborgar og landsins alls, eða milli Andorra og Costa del Sol. Þá er allt eins hægt að tala um Grænland og Japan.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *