Hraðakstur og fokkíng Leifsstöð

Jæa, vaknaði klukkan átta og keyrði mömmu og litlu skepnuna út á Keflavíkurflugvöll. Ég keyrði á 90 alla leiðina, meðan einhverjir dólgar keyrðu framúr mér á 150, steytandi hnefanum, hastandi á mig einhverjum spænskum ónotaorðum. Hvað þýðir svosem el hijo de puta?

En nei, ef einhver hafði áhuga, þá á ég afar erfitt með að keyra hraðar en 90 á þjóðvegum úti. Innanbæjar hef ég farið svo hratt sem 130, en þá var ég líka of seinn í vinnuna, og þurfti að keyra frá Laugarnesi suður í Kópavog. Það er miklu auðveldara að stunda hraðakstur innanbæjar. Ætli það sé ekki bara svona meldað í mig hve fólk á það mun fremur til að drepa sig úti á landi en innanbæjar.

Hvaða bull er það annars að Reykjanesbrautin sé orðin tvöföld? Jú, kannski á þriggja kílómetra kafla.

Svo hringdi mamma í mig rétt í þessu. Þau munu víst þurfa að húka inni í Leifsstöð til eitt vegna seinkunar. Það er auðvelt að fá óbeit á Leifsstöð undir þeim kringumstæðum, sérstaklega þegar allur gjaldeyririnn fer að hverfa á flugstöðvarbarnum. En hvað annað er hægt að gera í svona Limbo, en að drekka bjór?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *