Óbærilegur furðuleiki tilverunnar og endurkoma ÁJ

Stundum er allt frábært. Stundum er allt hræðilegt. Stundum er allt í steik. Núna er allt í steik. Ef ég segði frá öllum þeim undrafregnum sem mér hafa borist á síðastliðnum vikum (sem ég geri ekki) gæti ég skrifað ansi langa og steikta bloggfærslu. Því miður slær ábyrgðin alla löngun banahöggi (d. slår ihjel) þar sem flest þetta er trúnaðarmál og þar að auki óviðeigandi að minnast á.

Hvers vegna skrifa ég þá um þetta, fyrst ég neita að segja frá því? Jú, til að koma því á framfæri að ég er að fríka út af furðulegheitum. Ég veit varla lengur hvort ég er að koma eða fara. Þetta taxar hugann svo mikið að það var fríi líkast að mæta til vinnu í dag. Það verður því ekki mikið um vitræn skrif hér á næstu dögum (eru þau það nokkurn tíma?).

Ekki þegi ég þó yfir því að Ármann Jakobsson hefur snúið aftur til Bloggheima. Það er okkur fagnaðarefni sem urðum húkkt fyrir tveim til þremur árum. Vitaskuld fær hann tengil, frá svo örmum bloggara.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *