Stríð gegn hryðjuverkum

Össur Skarphéðinsson hitti naglann á höfuðið í bloggfærslu sinni á miðvikudaginn var, þar sem hann sagði að villimannsleg hryðjuverkaárás á miðborg Lundúna staðfesti að stríðið gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum sé langt í frá unnið.

Stríði gegn hryðjuverkum lýkur aldrei. Það elur á ótta, hatur og fordóma. Hin augljósa og óhjákvæmilega afleiðing þess eru fleiri hryðjuverk. Því, þar til annar aðilinn gefur undan, sem gerist aldrei, neyðumst við hin til að búa í sífellt versnandi heimi. Hann versnar nú kannski ekki mikið úr þessu.

En hver veit hvað gerist á morgun. Kannski lýsa Bandaríkin yfir fullnaðarsigri á hryðjuverkum löngu fyrir tímann, eins og þeir gerðu í Írak. En að sjálfsögðu myndu slíkar yfirlýsingar seint stöðva hryðjuverkamenn, eins og raunar Írak sannar.

Er ekki annars merkilegt hve valt það er, bjargið sem Bush byggði turninn sinn á.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *