Stríð og Batman

Í nótt dreymdi mig að Bandaríkjaher réðist gegn hryðjuverkum á Íslandi. Til þess notuðu þeir litlar hljóð- og mannlausar flaugar sem gátu svifið eins og þyrlur. Rót hins íslenska hryðjuverkavanda var í gamla Myndlista- og handíðaskólanum við Laugarnesveginn, og við íbúarnir fylgdumst með flaugunum tortíma svæðinu, uns þær fóru að taka okkur í misgripum fyrir hryðjuverkamenn. Ein flaugin réðist á mig og tókst að koma í mig fimm skotum áður en ég slapp. Ég veit samt ekki hvort ég lifði af.

Fór með Blökunni á Batman Begins í gær. Það var góð mynd. Og ekki spillti fyrir að vera keyrður heim í sjálfum Blökubílnum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *