Þetta tengist spoiler á Harry Potter bókinni

Það hefur vitanlega ekki farið framhjá mörgum að ein persóna deyr í nýjustu Harry Potter bókinni. Þökk sé Ármanni komst ég að því hérna hver það er (og var raunar alveg sama). Þeim ykkar sem einnig er alveg sama þá bendi ég á þessa stórskemmtilegu umræðu, þar sem skrifað er um dauða persónunnar í stíl ýmissa íslenskra rithöfunda. Skemmtilegast þótti mér Laxness og Íslendingasagnastíllinn. Að ógleymdum Þórbergi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *