Unuhús

Önnur bók sem ég hef nýverið lesið (eins og ykkur sé ekki sama) og ég gleymdi að minnast á er Í Unuhúsi, skrifuð af Þórbergi eftir frásögn Stefáns frá Hvítadal, og Þórbergi tekst vel að orða bókina eins og Stefán hafi skrifað hana. Merkilegur bleðill, en skilur lítið eftir til meltingar. Þýðingarlítill í minningunni, þótt sögurnar hafi skemmt mér. Bersýnilega var ekki lítið um fyllerí meðal gestkomenda.

Engu að síður er Unuhús merkilegur staður. Ég var raunar fyrst að komast að því nú á dögunum að það stendur enn við Garðastrætið, raunar númer 15 núna, en ekki 4. Ef það er lífsins ómögulegt að koma þar fyrir listrænni starfsemi á nýjan leik finnst mér að það ætti að hýsa safn. Í það minnsta ætti borgin að taka það undir sinn verndarvæng.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *