112247976304954635

Þetta trampólínæði er nú meiri vitleysan. Enn meiri vitleysa var þó þegar vélsleðar þóttu vinsæl fermingargjöf fyrir um þrettán árum. Einnig færist það sífellt í aukana að 17 ára krakkar fái bíla í afmælisgjöf. Við horfum til framtíðar með öndina í hálsinum þegar fallhlífar og sveðjur verða normið meðal fermingar- og afmælisgjafatrendsettera. Sjáiði bara til, því bráðum finna menn upp fleiri aðferðir til að drepa börn og unglinga en að gefa þeim trampólín og bíla. Unglingalaust Ísland árið 2020? Já, ég sé það fyrir mér.

Annars hyggst alheimsmót jólasveina álykta með Evrópusamþykkt um staðlaða breidd reykháfa. Ekki verður annars spurt en hvort eitthvað vanti í hausinn á þessu liði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *